Return to Um

Stofnunin

Fólk frá nokkrum þjóðum hefur sameinast um stofnunina Húsi friðarins; Mission House Tasiilaq, en hún hefur það markmið að styrkja kristilegt starf meðal Austur-Grænlendinga, að þeir kynnist kærleika Guðs og krafti hans. En til að svo verði þarf aðstöðu fyrir margskonar kristilegt starf.

Stofnunin var sett á laggirnar árið 2015, til að uppfylla hugsjónina sem Guð gaf 2008 og til hjálpar því starfi sem nú þegar fer fram í Tasiilaq.

Stofnendur eru Erna, Hanne og Tone, ásamt John, Peter og Katharina. Stjórnin stendur saman að söfnun fyrir hentugu húsnæði í Tasiilaq, til eflingar kristilegu starfi.

Í nefnd stofnunarinnar eru 7 manns:

          
Formaður: Erna Eyjólfsdóttir (Ísland)
Varaformaður: Katharina de Graaf (Tasiilaq, Grænland)
Gjaldkeri: Anitse Ignatiussen (Tasiilaq, Grænland)
Ritari: Hanne Eliassen (Noregur)
Meðstjórnandi: John Østergaard Nielsen (Danmörk)
Meðstjórnandi: Tone Sæverås (Noregur)
Meðstjórnandi: Peter de Graaf (Tasiilaq, Grænland)

Allt frá árinu 2005 hefur Erna ásamt eiginmanni sínum, Hjalta; Hanne og Tone ásamt fleirum farið tvisvar á ári í boðunarferðir til Tasiilaq, til að færa fólkinu fagnaðarerindi Guðs. Löngun þeirra er að uppörva og styrkja fólkið, en kærleikur Jesú er drifkrafturinn að baki þessum ferðum.

John Østergaard Nielsen veitti INO (grænlensku frjálsu kirkjunni í Nuuk) forstöðu allt til ársins 2018, og var hann landsleiðtogi INO. Anitse Ignatiussen og eiginmaður hennar hófu árið 2012 bæna- og biblíuhóp í Tasiilaq.

Árið 2014 komu Peter and Katharina de Graaf frá Hollandi til Tasiilaq, til að byggja upp kristilegt starf meðal ungs fólks. Þau hafa náið samstarf með INO, frjálsu grænlensku kirkjunni, sem hefur náð útbreiðslu á vesturströnd Grænlands.

IcelandDanishDutchEnglishGermanNorway