Return to Um

Hinir trúuðu á Austur-Grænlandi

Opinberlega er Grænland kristið land. En meðal margra er Jesús og Biblían orðin líkt og hver önnur hjátrú. Biblían er eingöngu fáanleg á Vestur- grænlensku, hún hefur ekki enn verið þýdd á Austur- grænlensku, sem gerir íbúum Austur-Grænlands erfitt fyrir.

Þeir sem hafa tekið trú og snúið sér til Jesú, standa að mestu einir vegna einangrunar, bæði landfræðilega og tungumálalega. Á Austur-Grænlandi eru fáir kristilegir fjölmiðlar í boði. Fólk hefur litla biblíuþekking og er auk þess með djúpstæð hjartasár og því er mikil þörf á andlegum foreldrum. Einhver orðaði þetta svona: „Við kunnum ekki að lifa.“

Trúboðsstarfið sem hófst árið 2005 hefur miðað við að mæta þessari þörf. Síðan þá hafa margir tekið ákvörðun um að fylgja Jesú og fengið hjálp á trúargöngu sinni. Frá árinu 2015 hefur kristilegt starf í Tasiilaq farið fram allt árið um kring og lítið samfélag er í mótun. Árið 2018 varð þetta samfélag opinberlega hluti af grænlensku frjálsu kirkjunni INO (New Life Church). Fyrir utan lútersku kirkjuna er þetta eina opinbera grænlenska kirkjan og nær útbreiðsla hennar til hinna ýmsu bæja á vesturströnd Grænlands.

Nú hefur það gerst að hópur fólks kemur að staðaldri saman til samfélags, en það er nýtt. Kristilega starfið miðast við að hjálpa fólki á göngunni með Guði. Þeir sem hafa fundið snertingu kærleika Guðs í lífi sínu, vitna með gleði um þá von sem nýtt líf hefur fært þeim. Þessir vitnisburðir berast til eyrna margra í þorpinu. Fólk sér þegar líf annarra breytist til hins betra og fjölskyldur upplifa lækningu og sættir. Margir fylgjast með þessu af þó nokkurri tortryggni.

En kristilega starfinu eru settar skorður, þar sem húsnæði skortir. Eins og stendur hittast hinir kristnu ýmist á þröngum heimilum eða leigja leikskólahúsnæði. Leiguhúsnæði er ekki alltaf fáanlegt, sunnudagssamkomur hafa því stundum verið haldnar á 2-3 vikna fresti. Heimili getur aðeins tekið á móti takmörkuðum fjölda fólks og hentar ekki fyrir ný frumkvæði starfsins. Því eru miklar hömlur lagðar á barnastarf, kvennafundi, sálgæslu og fleira, vegna þessa.

   

IcelandDanishDutchEnglishGermanNorway