Home

Hús friðarins: Staður fyrir Austur-Grænlendinga til að mæta kærleika Guðs

– Ég er kominn til að þeir hafi líf og hafi nægtir. –

Jóhannes 10:10

Í Tassilaq á Austur-Grænlandi,þar sem f´lk býr við einangrun og sára neið,viljum við búa fólki stað þar sem allir geta mætt Guði og kærleika hans í orði og verki. Hús friðarins hefur það hlutverk.

Eftir aðeins 6 mánaða byggingatíma er gleðilegt að segja frá því að Hús Friðarins er tilbúið.

Mannlega séð hefur þetta frá upphafi verið mikil áskorun en við höfum fengið að reyna hversu mikill Guð er. Ef Guð er ekki með í verkinu þá erfiða smiðirnir til einskis, samanber Sálm 127:1.

Þegar grunnurinn var keyptur var hann að hluta tilbúinn en í júní hófst okkar vinna við grunninn. Við áttum ekki von á að það væri svo djúpt niður á fast en fjarlægja þurfti 150 rúmmetra af jarðvegi áður en hægt væri að byrja á viðbótinni við grunninn. Vinna sem átti að taka 3 vikur varð að 8 vikum og því fylgdi mikið álag fyrir alla sem stóðu að þessar vinnu, en nú stendur húsið á föstum grunni.

Á byggingatímabilinu sá Guð okkur alltaf fyrir sjálfboðaliðum sem hjálpuðu til við að koma verkinu áfram. Þrátt fyrir ferðatakmarkanir vegna Covid fengum við sjálfboðaliða frá 12 löndum sem komu á staðinn á tímabilinu júní til nóvember, en í nóvember tók það ferðalangana 11 daga að komast til Tasiilaq.

Byggingaferlið vakti mikla athygli í bænum og dró að marga bæjabúa. Stundum komu heimamenn til hjálpar og þeir voru blessaðir af andansfylltu andrúmslofti á byggingasvæðinu, og nýjar tengingar mynduðust við fólk. Einn maður sem leit inn frelsaðist, og aðrir fengu fyrirbænir fyrir lækningu. Nú bíða margir spenntir eftir að Hús Friðarins verði opinberlega tekið í notkun.

Til þess að þetta yrði að raunveruleika þurfti töluvert fjármagn. Lof sé Guði þá getum við með sanni sagt að við höfum alltaf átt fyrir reikningum þegar þeir hafa verið á gjalddaga. Síðasta reikninginn á að greiða í byrjun árs 2021.

Við þökkum öllum sem hafa tekið þátt í þessu byggingaævintýri með okkur. Við þökkum bænir ykkar, hvatningar og gjafir, og öllum þeim sem komu alla leið til Grænlands til að vinna á byggingasvæðinu. Án ykkar allra hefðum við ekki getað þetta.

Fyrsta óopinberlega samkoman hefur nú þegar verið haldin og það er mikil gleði að hafa hús þar sem við getum komið saman til að lofa Guð og biðja. Þetta er bara byrjunin og mjög spennandi að sjá hvað Guð hefur í hyggju með starfið í Húsi Friðarins.

Ef þú hefur áhuga á að styðja starfið eða rekstur hússins, þá er það vel þegið.

Mundir þú vilja styrkja byggingu Hús friðarins og vera meðal þeirra sem stuðla að útbreiðslu fagnaðarerindisins á Austur-Grænlandi?

Hvernig getur þú lagt verkefninu lið

 

IcelandDanishDutchEnglishGermanNorway