Hús friðarins mun verða staður þar sem kærleikur Guðs birtist í orði og verki. Þetta hús mun gera Guðsríkið auðsjáanlegt á Austur-Grænlandi. Nú hefur okkur boðist góð lóð fyrir Hús friðarins. Þá er fjármagn eina hindrunin fyrir byggingu hússins. Til að byggingin verði að veruleika, þurfum við um 27 milljónir íslenskra króna (DKK 1.500.000). Upphæðin innifelur byggingarefni fyrir hús sem hæfir starfseminni, ásamt flutningskostnaði á öllu efni yfir sjó og land. Söfnun fyrir innbúi er fyrirhuguð síðar.
Verkefnið er eingöngu fjármagnað með gjöfum.
Vilt þú hjálpa okkur að fjármagna byggingu Húss friðarins?
Söfnunarreikningur Hús friðarins er 528-14-405370. Kt 660213-0310
Til að draga úr kostnaði, höfum við ákveðið að kaupa einingahús sem er sérstaklega hannað fyrir grænlenskar aðstæður. Einnig er það hannað þannig að ófaglærðir menn geta á stuttum tíma sett það saman. Þetta sparar um helming af venjulegum byggingarkostnaði.
Við þörfnumst sjálfboðaliða sem eru viljugir að koma til Tasiilaq í byggingarvinnu, í nokkrar vikur sumarið 2020.
Vilt þú veita hagnýta aðstoð við byggingu þessa húss?
Vinsamlegast hafðu samband við info@missionhouse-eastgreenland.com eða sendu skilaboð.