Return to Hús friðarins

Tilgangur

Samfélag trúaðra í Tasiilaq þarfnast húsnæðis þar sem þau geta notið kærleika Guðs. Skortur á húsnæði stendur frekari vexti samfélagsins fyrir þrifum. Sunnudagssamkomur er t. d. ekki hægt að hafa nema 2.-3. hverja viku, og ýmislegt annað, eins og fundir fyrir unglingsstúlkur og heimilislausa er ekki hægt að hafa meðan húsnæði er ekki til.

Hús friðarins verður svar við þessum húsnæðisskorti. Eins og nafnið gefur til kynna, verður húsið athvarf þar sem friður og von ríkir, mitt í þessari þjóðfélagsupplausn, líkt og viti sem lóðsar inn í örugga höfn Jesú.

Þessu markmiði verður náð með hinum ýmsu fundum sem munu fara fram í húsinu. Fundirnir munu flýta fyrir að fólk grundvallist í Guði og vexti þar af leiðandi. Einnig hjálpar það þeim að kynnast innbyrðis og býr í haginn fyrir framtíð þeirra og fyrirætlanir Guðs.

Fólkið mun öðlast trú og líf gegnum menntun í orði Guðs. Þarna verður rými fyrir barna- og unglingastundir sem gefa von og nýja sýn í öruggu umhverfi. Sálgæsla af ýmsu tagi mun hjálpa fólki að öðlast frelsi frá fortíðinni og vaxa í hinu nýja lífi með Jesú.

Eitthvert af þessu starfi er hafið en er mjög takmarkað vegna plássleysis. Starfið þarfnast hentugs húsnæðis sem er ávallt til reiðu, því þannig er hægt að viðhalda stöðugum vexti sem síðan gefur meiri ávöxt.

Hér er hægt að lesa meira um starfið sem fyrirhugað er í Húsi friðarins

       

 

 

 

 


IcelandDanishDutchEnglishGermanNorway