Stofnuninni Hús friðarins hefur boðist afbragðsgóð lóð frá bæjarfélaginu í Tasiilaq. Lóðin er miðsvæðis í bænum og þar má byggja hús fyrir kristilega starfsemi, Hús friðarins.
Fyrirhuguð eru kaup á einingahúsi, hannað af danska arkitektinum Christian Panbo. Húsið er sérstaklega hannað fyrir grænlenska aðstæður.
Ófaglærðir menn geta á stuttum tíma sett húsið saman, undir leiðsögn byggingafulltrúa. Þetta sparar verkamannalaun sem annars mundu verða um helmingur af heildarkostnaði. Einingahúsið verður sent til Tasiilaq í gámi og eru skipaferðir eingöngu að sumri til.
Húsið verður sett upp af hinum kristnu á staðnum ásamt sjálfboðaliðum erlendis frá, undir leiðsögn fagmanns.
Húsið er 7,40 m x 17,25 m að flatarmáli eða 127,65 m². Stærsta rýmið er salur, síðan er minna rými fyrir barnastarf; eldhús, lítil skrifstofa og tvö salerni.
Heildarkostnaður er áætlaður um 27 milljónir (DKK 1.500.000). Það innifelur undirstöðurnar, einingahúsið, pípulagnir, raflagnir og málningu, auk flutningskostnaðar yfir sjó og land.
Ef efni leyfa, mun byggingaverkefnið hefjast sumarið 2020.