Hús friðarins: Staður fyrir Austur-Grænlendinga að mæta kærleika Guðs.
Austur-Grænland býr yfir stórbrotinni náttúrufegurð. En fólkið þar býr við einangrun og sára neyð; fólk sem þráir von og líf, fólk sem þarfnast kærleika Jesú og hjálpræðis hans.
Við viljum búa þessu fólki, mitt í eymd þeirra, vonleysi og misnotkun, öruggan stað til að mæta Guði og kærleika hans í orði og verki. Þarna verður staður til að lífga og hlúa að fólki.
Í Húsi friðarins getur fólk komið saman, átt samfélag og kynnst Guði nánar. Fólk mun eignast nýtt líf og ósvikna von. Þannig verður Guðsríkið enn sýnilegra, á þessum úthjara Grænlands.
Að baki þessari hugsjón er stofnunin Hús friðarins; House of Peace, Mission House Tasiilaq.